16. febrúar 2012

Prjónuð og þæfð húfa

Mig langar helst bara til að sleppa því að læra og prjóna og hekla út í eitt... er búin að vera að taka ansi mikinn tíma frá lærdómnum að undanförnu... en svona er ástríðan mikil hehehe

Ég var mjög fljót að prjóna þessa húfu en fannst hún vera heldur stór... ég bara nennti ekki að gera prjónafestuprufu fyrir svona lítið stykki ;) Þannig að þegar ég þvoði hana fannst mér hún stækka enn meira þannig að hún fór bara í þurrkarann og passar hún núna betur en áferðin á henni er ekki eins falleg eins og áður en hún fór í þurrkarann... en hún er örugglega miklu hlýrri ;)

Prjónuð og þæfð húfa

Önnur mynd af húfunni


Uppskriftin var mjög auðveld en ég var smá tíma að ná berjunum þar sem ég prjóna brugðið öfugt (maður er svo miklu fljótari að prjóna brugðið þannig) og það var ógjörningur að prjóna brugðið öfugt þar sem maður þurfti að prjóna þrjár saman og ég nennti ekki að snúa öllum lykkjunum við... þannig að ég þurfti að kíkja á myndband hvernig maður prjónar brugðið rétt... þannig að núna kann ég að prjóna brugðið bæði rétt og öfugt ;)

Garn: Trysil Garn Iglo soft
Prjónar: 7,0 og 9,0 mm
Uppskrift: http://www.garnstudio.com/lang/en/pattern.php?id=2600&lang=en

Hér er svo hægt að sjá myndband sem sýnir hvernig berin eru gerð.

0 comments:

Skrifa ummæli