11. maí 2011

Ungbarnahúfa úr silki

Prjónaði þessa hjálmhúfu úr Maharaja silkigarni en ég fékk uppskriftina með garninu. Ég er svo vön að vera að prjóna úr grófu að mér fannst ég vera að prjóna með títuprjónum :) Garnið var svakalega fallegt en lét rosalega mikinn lit þegar ég þvoði húfuna. Ætla að prjóna aðra og prófa að skola úr henni úr köldu vatni... fannst þessi litur nefnilega svo djúpur og fallegur fyrir þvott... ekki það að mér finnist hún ekki falleg núna eftir þvott... bara hefði verið enn fallegri :) Ég er samt ekki frá því að áferðin hafi líka breyst en hún var svo svakalega glansandi fyrir þvott :(


Garn: Maharaja silkigarn
Prjónar: 2,0 mm og 2,5 mm
Uppskrift: fylgdi með kaupum á garninu (Bót.is)

0 comments:

Skrifa ummæli